Fróðleikur

Olís opnar tvær metanstöðvar

10.06.2014

Eigendum metanbíla hefur fjölgað og því þarf að bæta þjónustuna, segir framkvæmdastjóri hjá Olís.

Olís ætlar að opna nýja og fullkomna metanafgreiðslu á þjónustustöð félagsins í Álfheimum í Reykjavík og aðra á Akureyri í vor.

Fram kemur í tilkynningu frá Olís að vel hafi gengið í fyrstu metanafgreiðslu Olís sem opnaði í Mjódd i fyrrasumar. Haft er eftir Jóni Ó. Halldórssyni, framkvæmdastjóra smásölu- og eldsneytissviðs Olís, að mikil ánægja sé með metanafgreiðsluna í Mjódd og hafi viðskiptavinum fyrirtækisins fjölgað. Með þvi að opna metanafgreiðslu í Álfheimum og á Akureyri aukist þjónustan til muna.

Metanið er framleitt í Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. Á Akureyri verður Olís í samstarfi við Norðurorku sem mun framleiða metangas en Olís mun sjá um markaðssetningu og sölu í gegnum sölukerfi félagsins, að því er segir í tilkynningunni.

Frétt úr Viðskiptablaðinu.

Til baka

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt