Fróðleikur

Skeljungur opnar metandælu við Miklubraut

26.08.2014

Skeljungur hefur opnað nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut.  Dælan er undir skyggninu hjá öðrum eldsneytisdælum Orkunnar og er hægt að nota kort og lykla Orkunnar og Skeljungs við kaup á metani á Orkustöðinni.

Metandælan er staðsett við eina fjölförnustu götu landsins og kemur því til með að þjóna þeim fjölmörgu metanbílaeigendum sem fara um Miklubrautina daglega.

Metanið er al-íslenskur orkugjafi sem unninn er úr hauggasi úr urðunarstaðnum í Álfsnesi. Við viljum því meina að metan á Miklubraut sé ómetanlegt… fyrir umhverfið og gjaldeyrisforðann.

Frétt af skeljungur.is

Til baka

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt