Fróðleikur

Eru nýir metan/bensínbílar ódýrari en bensínbílar?

Eru nýir metan/bensínbílar ódýrari en bensínbílar?

Já, metan/bensínbílar eru gjarnan ódýrari en bensínbílar af sömu gerð og tegund. Ástæða er sú að stjórnvöld hafa fellt niður vörugjald af slíkum bílum af umhverfisástæðum og efnahagslegs ávinnings af notkun íslensks og endurnýjanlegs eldsneytis. Á Íslandi eru í boði metan/bensínbílar (með tveimur eldsneytisgeymum) sem eru ódýrari en bílar sömu gerðar sem hafa einungis bensíngeymi. Og það sem meira er, ferðafrelsi á metan/bensínbíl er jafnvel meira en á bensínbíl sömu gerðar. Á metan/bensínbíl er hægt að aka lengra á eldsneytisbirgðum. Ef farið er á metan/bensínbíl út á land er alltaf hægt að aka á bensíni ef metan er ekki fáanlegt.

Ýmsar gerðir fólksbíla eru í boði með metangeymi sem skilað getur 300-600km akstri á einni fyllingu og hafa að auki bensíngeymi sem dugar annað eins. Metan/bensínbíla eru framleiddir af öllum gerðum og stærðum þó þeir fáist ekki allir hérlendis.

Til baka

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt