Fróðleikur

Hver er munurinn á íslensku metani og metani á heimsmarkaði?

Hver er munurinn á íslensku metani og metani á heimsmarkaði?

Bílvélin greinir engan mun á íslensku metani og því metan eldsneyti sem mest er notað um alla heim. Orkugjafinn í báðum tilfellum er sameindin metan, CH4, sem er stöðug efnasameind og orkuríkust allra kolvetnissameinda. Út frá heildrænum umhverfisáhrifum frá samgöngum er þó munur á því hvort íslenskt metan sé notað eða algengasta erlenda metaneldsneytið, jarðgas. Íslenskt metan, CH4, er gjarnan nefnt, nútíma-metan, þar sem það er unnið úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag. Metan eldsneyti sem á uppruna sinn að rekja til jarðgass mætti hins vegar nefna fyrritíma-metan þar sem það er myndað úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðskorpunnar í fortíðinni.

Hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur af því að nota fyrritíma-metan (jarðgas) á ökutæki í stað bensíns eða dísilolíu er mjög mikill, en langmestur ef nútíma-metan er nýtt til að knýja för. Við bruna á íslensku metani (nútíma-metani) í bílvél eykst ekki magn jarðefnalofttegunda í lofthjúp jarða enda hefði það kolefni sem losnar frá bílnum endað í lofthjúpi jarðar hvort sem er - við niðurbrot á lífræna efninu í náttúrunni . Og það sem meira er, þar sem íslenska metanið í dag er unnið úr hauggasi frá urðunarstað er ávinningurinn enn meiri.

Til baka

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt