Metan eldsneyti

Hráefni til metanframleiðslu

Metan eldsneytið er unnt að framleiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar. Sú mikla þróun sem hefur átt sér stað í framleiðslu og dreifingu á metan eldsneyti, hefur gert það að verkum að um allan heim er horft til metanvæðingar í samgöngum sem veigamikils þáttar við umhverfisvæns orkukerfisskipta í samgöngum. 
Þökk sé einstöku frumkvöðlastarfi forsvarsmanna sorphirðumála á höfuðborgarsvæðinu hefur íslenskt metan verið framleitt í Álfsnesi frá árinu 2000 og í dag framleiðir SORPA bs. nútíma-metan eldsneyti í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika, 125-130 oktan eldsneyti.  Áform eru uppi um að reisa gas- og jarðgerðarstöð  á höfuðborgarsvæðinu sem framleiðir nútíma-metan eldsneyti úr lífrænu efni.

Hráefni sem nýta má til framleiðslu á metan ökutækjaeldsneyti og mun verða nýtt á Íslandi eins og víða um heim eru :

  • Allt lífrænt efni frá heimilum - t.d. matarleifar, bleyjur, dömubindi, gæludýraúrgangur ofl.
  • Allur lífrænn úrgangur frá atvinnustarfsemi - t.d. matarleifar.
  • Seyra /skólp
  • Lífmassi í sjávarútvegi - t.d. fiskúrgangur
  • Lífmassi frá matvælavinnslu - t.d. sláturúrgangur


Víða um heim er metan framleitt í sérstökum verksmiðjum úr lífrænum úrgangi frá heimilum, landbúnaði og annarri atvinnustarfsemi. Einnig er víða unnt að rækta orkuplöntur til framleiðslu á metani og er þá unnt að nýta allan lífmassa orkuplantanna til framleiðslunnar. Leifarnar úr framleiðsluferli á nútíma-metan eldsneyti er næringarríkt hrat ( áburður) sem nýtist mjög vel til uppgræðslu lands eða til næstu kynslóðar af orkuplöntum. Hér er því um að ræða góða nýtingu og sjálfbæra hringrás.

Jafnframt má framleiða metan eldsneyti úr seyru og mykju. Svo dæmi sé tekið má geta þess að í Stokkhólmi eru flest ökutæki í rekstri borgarinnar knúin metan eldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni frá holræsakerfi borgarinnar.

Framtíðin mun leiða í ljós hversu hátt hlutfall af orkunotkun í samgöngum mun reynast hagkvæmt að byggja á nútíma-metaneldsneyti en öllum er ljóst að aukning á notkun þess er hagkvæm og fyrirsjáanleg - enginn ágreiningur er um það.

Margar þjóðir búa einnig yfir auðlindum í jarðskorpunni í formi jarðgass (fyrritíma-metan) sem inniheldur 50-90% metan eftir landsvæðum og því fyrirsjáanleg mikil aukning á notkun þess í samgöngum í framtíðinni. Stóraukið framboð öktækja og véla í heiminum sem ganga fyrir metaneldsneyti endurspeglar þá staðreynd. Notkun á metan ökutækjaeldsneyti sem unnið er úr jarðgasi ( e. Natural Gas, NG eða Compressed Natural Gas, CNG eða Liquifed Natural Gas, LNG) skapar hlutfallslega mikinn umhverfislegan ávinning í samanburði við notkun á bensíni, dísilolíu eða orkukerfi sem byggir á rafhlöðu. Metan eldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag (nútíma-metan) skapar þó enn meiri umhverfislegan ávinning.
 

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt