Um fyrirtækið

Um fyrirtækið

Metan hf. var stofnað 20. ágúst 1999 af Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins bs. og Aflvaka hf. en núverandi eigandi er SORPA bs. Helsta viðfangsefni félagsins er þróun framleiðslu á íslensku metani og stuðla að aukinni notkun á umhverfisvænu ökutækjaeldsneyti .

Tilgangur félagsins samkvæmt samþykktum er dreifing og sala á metani og framleiðsla orku úr metani, þróun á umhverfisvænum orkugjöfum og önnur skyld starfsemi svo og rekstur fasteigna og lánastarfsemi.

Félagið er skráð undir nafninu Metan ehf. í þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, firmaskrá og hlutafélagaskrá. Starfsemi Metan ehf. er ekki háð starfsleyfi. Metan ehf. er félagi í Natural Gas Vehicle Association (NGVA)

Framkvæmdarstjóri Metans ehf. er Björn H. Halldórsson. 

Í stjórn sitja;
Guðmundur Geirdal, stjórnarformaður
Jóna Sæmundsdóttir, meðstjórnandi
Hafsteinn Pálsson, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn eru:
Bjarni Torfi Álfþórsson
Halldór Auðar Svansson
Rósa Guðbjartsdóttir

Félagið hefur gert þjónustusamning við SORPU um kaup á skrifstofu- og rekstrarþjónustu.

Heimilisfang: Metan ehf.
Gylfaflöt 5, 110 Reykjavík.
Sími: 520 2200 Fax: 520 2209 
Kt. 530999-2469  Vsk.nr. 64146
Sími: 520-2200 Fax: 520-2209  Netfang: metan@metan.is

Hafðu samband

Vistvæna eldsneytið metan fær Svansvottun

22.11.2016

Íslenska eldsneytið metan hlaut í dag norræna umhverfismerkið Svaninn og er þar með fyrsta íslenska eldsneytið til að hljóta slíka vottun.

Skoða frétt